Hrafntinnusker, 23-24 febrúar 2002 | ||
Gutti Flökkusögur Landmannalugar 2004 Skófluklif Hekla 2003 Vatnajökull 2003 Hrafntinnusker 2003 Hekluvegur Þjófahraun Langjökull Landmannalaugar Grímsfjall Kjölur Tölvupóstur Búnaður Klaki |
Haldið var til fjalla á 8 bílum að morgni laugardags.
Farin var Fjallabaksleið syðri, frá Keldum og stefna tekin á Hvanngil,
þar sem gisting hafði verið pöntuð.
Flestar myndirnar eru gallaðar, líklega vegna óhreininda eða raka á linsu.
Á leið upp hraunbrún í Langvíuhrauni kom gat á dekk hjá Yngva.
Þegar það hafði verið lagfært var haldið áfram um Rangárbotna.
Farið var fram úr hóp sem var í brasi við Laufalæk, sunnan Laufafells.
Þegar sýn opnaðist yfir Markarfljót, blasti við að það
var uppbólgið, og krúserinn
hans Valda rakara hafði stungið trýninu á kaf.
Eftir að krúserinn var kominn á þurrt, var breytt um áætlun og
stefnan tekin á Hrafntinnusker.
Morguninn eftir mældist 24 gráðu frost, en allir bílarnir fóru í gang
af sjálfsdáðum, nema einn sem þurfti lítilsháttar aðstoð. Nokkurn tíma
tók að koma öllum bílunum upp brekkuna fyrir ofan skálann. Var síðan
haldið heim á leið um Pokahrygg og Fjallabaksleið Nyrðri.
Einar og Birgir komu við á hábungu Hrafntinnuskers og nutu
frábærs útsýnis.
Á leið yfir Markarfljót pompaði bíllinn hans Birgis niður með þeim
afleðingum að stýrisendi brotnaði. Við það að viðkomandi hjól fór næstum
þversum brotnaði öxull.
Óli ylur og Páll á móti komu með varahluti og gerðu bílinn
ferðafæran á 20 mínútum. Geri aðrir betur.
Af Pokahrygg var frábært útsýni.
Myndirnar stækka ef smellt er á þær |
Síðast uppfært 22. Janúar 2020. Brynja Ásdís Einarsdóttir