Hrafntinnusker, bænadagar 2003

Gutti
Flökkusögur
Landmannalugar 2004
Skófluklif
Hekla 2003
Vatnajökull 2003
Hekluvegur
Þjófahraun
Hrafntinnusker 2002
Langjökull
Landmannalaugar
Grímsfjall
Kjölur
Tölvupóstur
Búnaður
Klaki
Að morgni skírdags, þann 17 apríl 2003, var haldið til fjalla. Stefnan var tekin á Hrafntinnusker, með viðkomu á Hellu. Farið var eftir Fjallabaksleið syðri hjá Keldum og Hekluvegi fylgt með meðfram Vatnafjöllum. Að ferðinni stóðu Gutti, Fjallavinafélagið Kári og Guinnessfélagið.
Myndir stækka ef smellt er á þær, slóð myndanna sýnir tíma.

Þegar komið var upp í Langvíuhraun kom í ljós að bensín rann í stríðum straumi af aukatanki eins fararskjótans

Smán saman létti til, Hekla blasti við gegnum Breiðaskarð í Vatnafjöllum

Þegar komið var að Dalakofanum kom í ljós að Markarfljót var opið og í töluverðum vexti, var því ákveðið að freista þess aka meðfram því frekar en að fylgja vegslóðanum sem liggur þrisvar yfir fljótið.

Markarfljót og Dalakofinn, Laufafell í baksýn

Tekin var stefna á Mógilshöfða

Fararskjótar voru af gerðinni Jeep (Jeppi) ...



og TOYota (leikföng)


Snjóbrýr voru notaðar til að fara yfir vatnsföll á leiðinni








Leikföngin komust upp brekkurnar í slóð Jeppans

Markarfljót var að ryðja sig í Austari Reykjadölum

Hrafntinnusker í baksýn


Vaðið var kannað


Haldið af stað










Upp fór Jeppinn, en

hér þurfti spotta eitt leikfangið kæmist upp

Það var hlýtt í veðri, snjórinn því blautur og færi fremur þungt


Að morgni föstudagsinn langa voru menn hressir, einkum leiðtoginn

Gunnar og Jens

Tryggvi

Heiðursgestir ferðarinnar



Það er oft þoka við skálann á Hrafntinnuskeri, enda er skálinn í tæplega 1100 metra hæð yfir sjó




Snjór huldi munna íshellanna



Þörungagróður í hveravatni





Finna þurfti nýja leið fyfir Markarfljót








Áð var og grillað í nálægu gili








Frá Pokahrygg virtist vera meira af vatni og krapa við Dómadalsleið, en snjó. Löðmundur og Löðmundarvatn.



Þegar kom niður á Dómadalsleið var fylgt förum bíla sem voru á austurleið



Talsvert vatn var í Rauðufossakvísl









Helliskvíslin var eins og stórfljót yfir að líta







Helliskvísl


Fundir eru haldnir í Guinnesfélaginu klukkan fimm á föstudögum. Þegar lofti hafði verið dælt í hjólbarða hófust fundarstörf

Á fundum klæðast félagar númeruðum einkennisbúningum

[Gutti] [Flökkusögur] [Landmannalugar 2004] [Skófluklif] [Hekla 2003] [Vatnajökull 2003] [Hekluvegur] [Þjófahraun] [Hrafntinnusker 2002] [Langjökull] [Landmannalaugar] [Grímsfjall] [Kjölur] [Tölvupóstur] [Búnaður] [Klaki]

Síðast uppfært 22. Janúar 2020. Brynja Ásdís Einarsdóttir