Gutti
Flökkusögur
Landmannalugar 2004
Skófluklif
Hekla 2003
Vatnajökull 2003
Hrafntinnusker 2003
Hekluvegur
Þjófahraun
Hrafntinnusker 2002
Landmannalaugar
Grímsfjall
Kjölur
Tölvupóstur
Búnaður
Klaki
Langjökull, 16 apríl 2000

Langjökull, 16 apríl 2000

Að morgni pálmasunnudags héldu Kristinn Torfason, Andri Einarsson og undirritaður í sunnudags bíltúr á Langjökul. Faraskjótar voru Isuzu Trooper '87 og Ford Bronco '79.

Ekið var yfir Mosfellsheiði og inn á Gjábakkaveg. Vegagerðin var að láta moka Gjábakkaveginn og var jarðýtan komin langleiðina að Dímon. Rétt áður en við náðum jarðýtunni, var látið blístra úr dekkjum og akstur á snjó hófst.
Allar myndir stækka ef smellt er á þær.

Í Þjófahrauni var frábært færi en umferð í meira lagi.

Framundan var Skjaldbreið

en Skriðan og Hlöðufell á hægri hönd.

Mjög mikill snjór er í gígnum í tindi Skjaldbreiðar.

Útsýni var frábært, á myndinni sjást Hlöðufell og Kálfstindur.

Andri renndi sér á skíðum norður af Skjaldbreið, í átt að Tjaldafelli, sem er fyrir miðri mynd. Langjökull er í baksýn, Geitlandsjökull lengst til vinstri.

Farin var venjuleg leið upp á Langjökul, vestan Klakks, yfir vesturbungu Langjökuls og stefna tekin í átt að Eiríksjökli.

Síðan var snúið til baka og ekið upp á Geitlandsjökul, þaðan sem myndin er tekin. Hlöðufell og Skjaldbreiður sjást vel.

Andri renndi niður af Geitlandsjökli að skála við jökuljaðar. Strútur, Hafrafell og Eiríksjökull sjást í bakgrunni.

Frá skálnum var ekið eftir vegi niður á Kaldalsveg. Myndirnar eru teknar til suðurs í Þjófakrók.

Vegna snjóleysis á Kaldadalsvegi, var ekið upp í hlíðar Oks, myndin er tekin í átt að Þórisdal, milli Geitlandsjökuls og Þórissjökuls.

Ekki var mikið um ský á himni, þó náðist að mynda eitt slíkt frá Kaldadal.

Síðasta myndin sýnir Skjaldbreið úr vestri.


Einar Kjartansson, eik@klaki.net

[Gutti] [Flökkusögur] [Landmannalugar 2004] [Skófluklif] [Hekla 2003] [Vatnajökull 2003] [Hrafntinnusker 2003] [Hekluvegur] [Þjófahraun] [Hrafntinnusker 2002] [Landmannalaugar] [Grímsfjall] [Kjölur] [Tölvupóstur] [Búnaður] [Klaki]

Síðast uppfært 22. Janúar 2020. Brynja Ásdís Einarsdóttir